Collection: All in two

All in two (AI2) bleyjur mætti segja að séu mitt á milli þess að vera eins og tveggja hluta bleyjukerfi. Bleyjan er sannarlega samsett úr tveimur hlutum, það eru annars vegar skel og hins vegar innlegg. Innleggjum er yfirleitt annað hvort smellt í skelina eða þau skorðuð undir flipa að framan- og/eða aftanverðri skelinni að innan. AI2 bleyjur eru hins vegar settar á barnið í einu lagi og eru að því leytinu til líkari eins hluta bleyju. 

Það sem flestum finnst næs við AI2 bleyjur er að þær geta minnkað umfang þvotts svo um munar, séu skeljarnar ekki fóðraðar að innan og því hægt að strjúka innan úr og nota nokkrum sinnum milli þvotta (wipeable skeljar). 

Hægt er að nota nánast hvaða rakadræga efni sem er í AI2 bleyjur. Algengast er að nota innlegg en möguleikarnir eru sannarlega fleiri, til dæmis að brjóta saman hvers kyns þynnri bleyjur, til að mynda flat bleyjur í hinu ofureinfalda pad fold og leggja inn í bleyjuna. 

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!