Collection: Pisi

Pisi er stofnað af Piret, tveggja barna móður í Eistlandi. Hún byrjaði að hanna bleyjurnar sínar út frá ástríðu fyrir náttúrulegum efnum. Á vegferð sinni í taubleyjunotkun á eigin börnum fann hún þörfina til að útfæra bleyjur úr náttúrulegum efnum á alveg nýjan hátt. Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnispanel sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.

No products found
Use fewer filters or remove all

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!