Um fyrirtækið
Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem brennum fyrir stuðningi við handverksfólk, lítil fyrirtæki og smáframleiðendur. Við viljum auka aðgengi að vörum úr náttúrulegum efnum þar sem gagnsæi ríkir um bakgrunn vörunnar.
Við leggjum okkur fram við að bjóða hágæða vöru á góðu verði. Með góðu verði meinum við að hönnuðir, framleiðendur og starfsfólk fái greitt á sanngjarnan hátt fyrir sitt framlag. Þar sem við verslum oftast beint af hönnuði/framleiðanda sem í flestum tilfellum eru einyrkjar sem gera handverk sitt sjálf, geta vörur hjá Tau stundum verið á hærra verði en hjá öðrum aðilum sem selja til að mynda fjöldaframleiddar vörur.
Praktískar upplýsingar:
Tau ehf
Kt: 480921-0380
VSK: 146635
Netfang: tau@tau.is
Sími: 6613436
Heimilisfang: Jófríðarstaðavegur 10, 220 Hafnarfirði