Íþróttaföt

Sænska gæðamerkið Tripulse færir okkur byltingakenndan æfingafatnað úr náttúrulegum efnum - með sjálfbærni og hámarks afköst í forgrunni. 

Þú verður að prófa!

Kjólar og toppar

Fyrir herra

Fylgihlutir

Vandaðar vörur fyrir barnið

tau

handverk

meðvitað • náttúrulegt

Taubleyjur

Bara það besta fyrir barnið þitt

Vasableyjur

Þetta skiptir okkur máli

Aðgengi

Mikilvægt er að vandað tau sé aðgengilegt sem flestu fólki, bæði með tilliti til efnahags en einnig er varðar stærðir og notagildi vara. Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á vörur sem hafa drjúgt notagildi og á verði sem er í takt við vinnuna á bak við vörurnar.

Velferð

Við virðum líf annarra. Aðstæður þeirra sem koma að framleiðslu þurfa að vera góðar og sanngjarnar. Þetta á meðal annars við um það fróða fólk sem starfar við framleiðslu á taui, samfélögin sem það tilheyrir og umhverfið sem nýtt er undir framleiðslu. Þetta á einnig við um dýrin sem gefa okkur ull og aðrar nytjavörur.

Langflestar af vörum okkar eru frá smáframleiðendum og eru vörurnar verðlagðar í samræmi við það. Þetta þýðir meðal annars að virðisauki verður til hjá hönnuði og framleiðanda.

Efni

Ræktun og framleiðsla á textíl er af ýmsum toga og hefur
mismikil umhverfisáhrif.

Manngerð gerviefni eru langalgengasta efnið sem notað er í nýjan fatnað í heiminum í dag. Gerviefni eru mörg gerð úr plastefnum sem losa örplast við þvott og brotna hægt eða ekki niður náttúrunni.

Náttúruleg efni eru til að mynda bómull, lín/hör, hampur og bambus.
Ræktun og vinnsla þessara efna hefur líka áhrif á umhverfið, til
dæmis með tilliti til vatnsnotkunar og notkunar á ólífrænum efnum eins
og skordýraeitri. Þessi efni brotna að jafnaði auðveldlega niður í náttúrunni.

Einnig eru til efni sem eru hálfmanngerð en búin til úr náttúrulegum hráefnum. Þau eru unnin á ákveðinn hátt til að þau fái ákjósanlega eiginleika
eins og teygjanleika, mýkt, styrk, vatnsheldni. Oft eru þessi efni unnin í hringrásar-framleiðsluferlum sem tryggir yfirburða góða nýtingu vatns og efna. Með þessum hætti verða umhverfisáhrif vinnslunar í lágmarki og geta verið minni en við hefðbundna vinnslu á náttúrulegum efnum. Þar sem þessi hálfmangerðu efni eru úr náttúrulegum hráefnum, þá brotna þau auðveldlega niður í náttúrunni.