1 af 11

Tripulse

Æfingabolur úr TENCEL™

Æfingabolur úr TENCEL™

Fullt verð 11.900 ISK
Fullt verð 11.900 ISK Verð nú 11.900 ISK
Afsláttur Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn
Size
Litur

Byltingarkenndar nýjungar í æfingafatnaði! Segjum bless við gerviefni. 

Tripulse Original æfingabolur 2.0 - ný og endurbætt útfærsla. Bolurinn er úr náttúrulegum efnum, andar vel og er laus í sniði fyrir aukin þægindi. 

Vissir þú að nánast allur æfingafatnaður á markaðnum í dag er búinn til úr plasti? 

Tripulse færir þér æfingafatnað sem svarar kröfum nútímans - gerður úr háþróuðu efni úr náttúrulegum hráefnum. Gott fyrir frammistöðu, fyrir húðina okkar og fyrir plánetuna.

Notkun

Framúrskarandi stuttermabolur í kvennasniði sem hannaður er fyrir hámarks frammistöðu og hreyfanleika.

Efnið er einstakt og er bakteríudrepandi frá náttúrunnar hendi, andar vel og er sérlega mjúkt viðkomu.

Stærðir

Stærðir í cm

Stærð . . . . . XS - S - M - L - XL - XXL - XXXL
Mitti . . . . . .66 - 69 - 72 - 76 - 80 - 84 - 90
Bringa. . .82 - 85 - 88 - 92 - 96 - 100 - 106

Efni

Bolur:
100% TENCEL™ lyocell
Vottanir: Bluesign®, Oekotex Standard Class 1, REACH conform.

Þvottamiðar:

Lífræn bómull

Bleklitir:
Umhverfisvænir og heilsusamlegir vatnslitir sem innihalda ekki plast eða önnur skaðleg efni. Allir litir eru með vottun Organic 100 Content Standard.

Fatalitir og önnur efni:
Litun efna er eitt stærsta mengunarvandamál í textíliðnaði. Þess vegna leggur Tripulse mikla áherslu á að velja umhverfisvænasta kost sem völ er á. Öll efni og litir uppfylla Oekotex 100 staðalinn sem þýðir m.a. að engin skaðleg efni eru til staðar. Til að ganga enn lengra, notar Tripulse aðeins fataliti sem uppfylla REACH reglugerð Evrópusambandsins sem tekur til skaðlegra áhrifa af notkun efna.

Þvottur

Má þvo í vél á lágum hita, 30°C, og hengið til þerris en sleppið þurrkara. Þvoið á röngunni með öðru taui í svipuðum lit. Flíkin getur minnkað ögn í fyrsta þvotti en tekið er tillit til þess í leiðbeiningum um val á stærð. Notið milt og umhverfisvænt þvottaefni.

Efnið í Tripulse vörunum er einstakt og er bakteríudrepandi frá náttúrunnar hendi. Þetta þýðir að þú þarft alls ekki að þvo flíkina eftir hverja notkun eins og þarf með flestan æfingafatnað úr gerviefnum. Lykt festist mun síður í efninu og oftast er nóg að lofta aðeins um flíkina og óþarfi að þvo hana. Eins er vel hægt að skola aðeins úr flíkinni í stutta stund undir rennandi vatni og hengja til þerris.

Með tímanum er eðlilegt að fáeinir hnökrar geti myndast á náttúrulegum efnum, en lítið mál að fjarlægja þá. Tripulse segir þetta vera merki um að varan sé sannarlega úr náttúrulegum hráefnum en ekki gerviefnum.

Ábyrg framleiðsla

Vörur eru framleiddar í Evrópu og algjört gagnsæi ríkir um uppruna einstakra hluta varanna.

Öll aðfangakeðja og framleiðsla Tripulse er vandlega valin og mikil hugsun er sett í val á efnum.

Tripulse hefur ekkert að fela!
Smellið hér fyrir ítarlegar upplýsingar um alla hluta ferlisins.

Umsagnir

Love the shirt
I got it in grey and absolutely love it. It feels so comfortable during high levels of activity and sweating and is very odor resistant. I can’t wait to get the black and blue.

Great
Best sports wear I ever owned! So comfortable and light while knowing it is made of non toxic material :)

Incredible for sports practice, and also as a casual shirt beforehand
This t-shirt really delivers: very nice color, fit, and feel. They're great for workouts, and also great underneath a huge amount of protective sports gear. What is really nice is being able to wear this shirt in the office and then going to workout afterwards. For me, if I let them air dry, they don't smell after some of the light to moderate workouts (under 2 hours), which is astounding.

Great
I love how comfy these shorts are! I've used them for yoga, hiking and cycling and couldn't have been happier. They fit perfectly and it feels great knowing that they're produced in a sustainable way in Europe. The green fashion revolution is here!

Fantastic Shirt!

I absolutely love these shirts! Very breatheable and soft. Whenever I wear these shirts or anything else from Tripulse I never felt overheated and it felt like my body temperature was able to regulate itself while wearing it. Very easy to clean as well because when it gets wet it dries out fairly quick. I showed my sister the gear I got from Tripulse and she became a fan very quick as well! Thank you for making high quality and sustainable workout clothes!

Smellið hér til að lesa meira um val á efnum. Skoða alla lýsingu
  • Létt og mjúkt efni

  • Afslappað snið

  • Hámarks afköst

Umbreytum textíliðnaði

Veljum vörur frá fyrirtækjum þar sem raunveruleg meðvitund ríkir um val á efnum og framleiðsluferlum.

  • Einfalt að mæla

    Bringa (chest): mælið breiðasta hluta bringunnar
    Mitti (waist): mælið minnsta hluta mittis

  • Stærðartafla

    Ef þú mælist í mismunandi stærð á bringu og mitti, þá mælum við með að miða við stærri mælinguna. Efnið er teygjanlegt og mun laga sig vel að mjöðmunum.