Vöruval og verðlagning
Við leggjum okkur fram við að bjóða hágæða vöru á góðu verði. Með góðu verði meinum við að hönnuðir, framleiðendur og starfsfólk í allri virðiskeðjunni fái greitt á sanngjarnan hátt fyrir sitt framlag, ásamt því að viðskiptavinir okkar geti verið viss um að álagning á vörurnar sé sanngjörn og ekki óhófleg.
Við handveljum vörur beint frá hönnuðum og fyrirtækjum sem í mörgum tilfellum eru einyrkjar sem framleiða vörur sínar sjálfir. Við verslum ekki fjöldaframleiddar vörur erlendis frá til að selja hér heima með hárri álagningu. Af þessari ástæðu geta vörur hjá okkur stundum verið á hærra verði en hjá aðilum sem selja til að mynda fjöldaframleiddar vörur. En á móti kemur að okkur er annt um uppruna vörunnar og áhrif hennar á umhverfi og samfélag á þeim stöðum sem hún kemur við á sínu ferðalagi.
Við leggjum ríka áherslu á að rannsaka vel þær vörur sem við bjóðum upp á og sömuleiðis þau fyrirtæki sem selja okkur vörurnar. Við fræðumst um efnin sem notuð eru í vöruna og framleiðsluferla sem notaðir eru, aðbúnað og aðstæður starfsfólks. Við spyrjum fyrirtækin til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að tryggja að varan skori sannarlega jafn hátt í sjálfbærni og haldið er fram. Við viljum vinna þessa vinnu til að einfalda viðskiptavinum okkar ferlið við að kaupa vörur sem skaða ekki umhverfi né samfélag.
Hvað varðar verðlagningu, leggjum við okkur mikið fram við að bjóða vörurnar okkar á sömu/svipuðum smásöluverðum og birgjarnir selja vörurnar á í sínu heimalandi. Gott er að hafa í huga þegar verð okkar eru borin saman við smásöluverð birgjanna í þeirra erlendu netverslunum, að bæta þarf 24% virðisaukaskatt/toll ofan á, en þetta er gjald sem ávallt þarf að greiða við komu vörunnar til landsins.
Við höfum einlægan áhuga á að leggja okkar af mörkum í að bæta aðgengi að heilnæmum vörum úr náttúrulegum efnum og að stunda sanngjörn og gagnsæ viðskipti. Við tökum því öllum ábendingum og uppástungum fagnandi og hvetjum áhugasama til að senda okkur línu á samfélagsmiðlum eða á netfangið tau@tau.is ef einhverjar hugmyndir eða spurningar vakna.