Skip to product information
1 of 1

Eco Mini

Bambus-terry innlegg

Bambus-terry innlegg

Regular price 1.390 ISK
Regular price 1.390 ISK Sale price 1.390 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Rakadrægt innlegg sem hentar vel í hvers kyns bleyju, hvort sem er vasableyju, inn í ullar- eða PUL skel sem partur af AI2 kerfi, eða jafnvel til að auka verulega rakadrægni í nettri preflat bleyju. 

Innleggið er mjög nett þrátt fyrir 5 lög af bambus-terry efni og er jafnframt mjög mjúkt. 


Stærðir

Innleggið kemur í einni stærð og er ca 35 cm að lengd og 13 cm á breidd. 


Notkun

 Rakadrægt innra lag 

 Vatnsfráhrindandi ytra lag

Þessi vara er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt. 

Innleggið hentar vel í vasableyjur, en einnig til að leggja inn í skel sem getur verið hvort tveggja úr ull eða PUL/TPU efni og væri það þá all-in-two kerfi. Innleggið má einnig nota til að auka rakadrægni í ýmsum flötum bleyjum, til að mynda flat og preflat bleyjum. Ef nota á preflat sem næturbleyju getur verið þægilegt að nota innleggið utan við preflat bleyjuna, þ.e. setja preflat bleyjuna eins og vanalega á barnið og síðan leggja innleggið á milli preflat og skeljarinnar. 

Innleggið passar vel í Eco Mini vasableyjurnar og skeljar en ætti líka að smellpassa í flestallar vasableyjur og skeljar frá öðrum merkjum. 


Þvottur

Mælt er með stuttu köldu skoli eða forþvotti og síðan löngum aðalþvotti á 40-60°. Notið ekki klór eða mýkingarefni. Þurrkið á snúru eða á lágum hita í þurrkara. 


Efni

Innleggið er úr 5 lögum af 100% bambus-terry efni. 

Varan er laus við skaðleg efni og málma, ásamt því að vera með SGS vottun og uppfyllir öryggisstaðla fyrir Evrópusambandssvæðið. 


Framleiðsla

Vörurnar frá Eco Mini eru framleiddar á ábyrgan hátt í Kína. Eco Mini starfar einungis með framleiðendum sem starfa samkvæmt stöðlum frá Fair Labor Association Workplace Code of Conduct og í samræmi við vinnumarkaðslög. Í þessu felst meðal annars að passað er upp á vinnutíma starfsfólks, að umhverfi og vinnustaður sé öruggur og að sanngjörn laun séu greidd. 

Eco Mini vinnur með fleiri en einum framleiðanda til að tryggja bestu gæði í efnum og vinnslu. Fyrirtækið notar ekki einnota plastumbúðir. 

View full details

Eitthvað óljóst?

Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!