Collection: Woolberry Naturalnie

Woolberry Naturalnie er smáframleiðandi af sérlega vel hönnuðum ullarskeljum. Hún Jagoda er stofnandi og eigandi þessa litla fyrirtækis og er hún eini starfsmaðurinn sem þýðir að hún hannar og saumar allar sínar vörur sjálf. Hún velur aðeins hágæða merino ull sem fengin er frá bændum sem leggja áherslu á velferð dýra sem meðal annars felst í því að aðferðum á borð við mulesing er ekki beitt á dýrin. Bleyjurnar eru mjúkar og mjög vel sniðnar. Woolberry Naturalnie er handverk frá hæfileikaríkri konu í Póllandi.

Jagoda byrjaði að prófa sig áfram með að sauma bleyjur fyrir um þremur árum síðan. Ástæðan var að hana langaði að nota vel sniðnar bleyjur sem voru þægilegar fyrir son hennar. Enn fremur vildi hún að bleyjurnar væru úr náttúrulegum efnum og væru umhverfisvænar. Hún var mjög ánægð með saumaskapinn og ákvað að sauma handa foreldrum í kringum sig og fékk góðar viðtökur. Boltinn fór að rúlla og orðið barst manna á milli og hefur eftirspurnin aukist mikið. 

Hjá Woolberry Naturalnie er lögð mikil áhersla á sjálfbærni. Í því felst meðal annars að kaupa sem mest úr nærumhverfinu, þar á meðal ull og önnur hráefni. Sum ull sem notuð er fæst ekki í Póllandi og þá leitar hún til annarra evrópskra framleiðenda, til dæmis á Ítalíu eða Bretlandi. Vörum frá Woolberry Naturalnie er ekki pakkað í plastumbúðir. Ull sem notuð er í vörurnar er niðurbrjótanleg í náttúrunni og ætti í flestum tilfellum að brotna niður á um fjórum mánuðum. 

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!