Skel úr TPU
Skel úr TPU
Skeljar frá Evie Reusables sem gerðar eru úr hágæða TPU efni. Efnið er sérlega mjúkt og þægilegt viðkomu. Tvöfaldar mjúkar teygjur við læri og teygja við bak. Rúmgóð skel sem passar u.þ.b. 4,5 - 16 kg börnum.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð. Skeljarnar frá Evie Reusables eru one-size og passa börnum u.þ.b. frá 4,5 til 16 kg. Skeljarnar eru rúmgóðar og passa vel bæði yfir fyrirferðameiri og -minni innri bleyjur.
Notkun
☐ Rakadrægt innra lag
☑ Vatnsfráhrindandi ytra lag
Þessi vara er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Innra lagið getur verið til dæmis fitted bleyja, preflat bleyja eða flat bleyja. Einnig er hægt að leggja innlegg í bleyjuna og nota sem AI2 bleyju.
Þvottur
Ekki þarf að þvo skelina eftir hverja notkun, vel er hægt að strjúka innan úr henni ef kúkur hefur ekki borist á hana. Best er að þvo skelina á 40° og þurrka á snúru. Ef skeljar með TPU og PUL filmum eru þurrkaðar úti á snúru, er mælt með að passa að þær séu ekki í beinu sólarljósi.
Efni
Skelin er úr hágæða efni með thermoplastic polyurethane (TPU) filmu sem gerir hana vatnshelda.
Framleiðsla
Skeljarnar frá Evie Reusables eru hannaðar í Bretlandi og framleiddar á ábyrgan átt af fjölskyldufyrirtæki í Kína.Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!