Skip to product information
1 of 6

Pisi

Fitted bleyjuvasi úr lífrænni bómull

Fitted bleyjuvasi úr lífrænni bómull

Regular price 1.790 ISK
Regular price 1.790 ISK Sale price 1.790 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Stærð
Litur

Skemmtileg og hagnýt bleyja frá Pisi sem hentar vel undir ullarskeljar. Þessi bleyja mætti segja að sé á milli tegunda en hefur ákveðna eiginleika fitted bleyju, preflat bleyju og vasableyju. Hún býður öfluga lekavörn sem getur komið sér mjög vel, sér í lagi þegar barnið er ekki byrjað að borða fasta fæðu. 

 

 

Notkun

☑ Rakadrægt innra lag 

☐ Vatnsfráhrindandi ytra lag

Þessi vara er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis teygjanlegu ullarskelinni frá Pisi.

Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Fitted bleyjuvasinn er festur utan á barnið með Snappi eða annarri bleyjufestingu. Bleyjuvasinn sjálfur er þunnur og aðal rakadrægnin kemur frá því efni sem sett er inn í vasann. Þetta rakadræga efni getur verið innlegg sem þú átt nú þegar, flat bleyja úr muslin eða tencel eða bara hvað sem þér hentar vel hverju sinni. Um að gera að prófa sig áfram. Ef bleyjuvasinn er notaður undir ullarskelina frá Pisi er lítið mál að bústa bleyjuna utan á bleyjuvasann með því að leggja rakadrægt efni innan í skelina. 

Stærðir

Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð. 

Stærð 1  |  3-7 kg

Stærð 2  |  6-16 kg

Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærri stærðina frekar en minni, sér í lagi ef barnið hefur sver læri (sem er auðvitað það krúttlegasta!).

Efni

Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Efnið er 150 GSM. 

Ólitaða bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á.

Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt. Efnin í fitted bleyjuvasanum eru í raun afskurður og efni sem verður afgangs úr textíliðnaði en Pisi leggur mikla áherslu á að nýta allt hráefni vel og velur að gefa þessu efni nýtt líf í bleyjunum. 

Þvottur

Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að þessar bleyjur eru sérlega snöggar að þorna á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja. 

Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins. 

Ábyrg framleiðsla

Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.

Smellið hér til að lesa meira um val á efnum. View full details
  • Hámarks þægindi og mýkt

    Teygjurnar eru innrúllaðar (e. rolled elastics) sem eru gjarnan taldar mýkstu teygjurnar fyrir læri barnsins.

Umbreytum textíliðnaði

Veljum vörur frá fyrirtækjum þar sem raunveruleg meðvitund ríkir um val á efnum og framleiðsluferlum.