Skip to product information
1 of 9

Snappi

Snappi bleyjufesting

Snappi bleyjufesting

Regular price 490 ISK
Regular price 490 ISK Sale price 490 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Litur

Snappi er sennilega vinsælasta gerð af bleyjufestingum í taubleyjuheiminum í dag. Um er að ræða teygjanlega T-laga festingu sem gerð er úr eiturefnalausu hráefni. Á endunum á örmunum þremur eru festingarnar sjálfar sem eru fimm litlar plastklær sem grípa í bleyjuefnið. 

 

Stærðir 

Stærð 1  |  Frá nýburum og getur dugað allt bleyjutímabilið 

Stærð 2  |  Fyrir stærri börn 

Flestum börnum dugar minni stærðin en fyrir sum börn getur verið gott að færa upp í næstu stærð. Það getur bæði verið vegna þess að barnið er stórt en einnig ef vængir á bleyjum eru tiltölulega stuttir. 

 

Nokkrir hagnýtir punktar 

- Nýjan Snappi skal toga nokkrum sinnum fast og vel í allar áttir, þetta mýkir Snappi-inn og gerir efnið í honum teygjanlegra. 

- Þegar Snappi er festur á bleyju, togið í flata flipann ofan á plaststykkjunum en ekki toga í litlu lykkjuna á endanum þar sem hún hefur annan tilgang. Lykkjan er til þess að teygja yfir og undir klærnar á plaststykkinu sjálfu þannig að minni hætta stafi af plastklónum þegar Snappi er ekki í notkun. 

- Þegar Snappi er settur á bleyju reynist oft betra að setja frekar minni frekar en mikla spennu/teygju milli efri armanna tveggja, heldur frekar tylla þeim á og setja frekar meiri spennu/teygju á neðsta arminn. Með þessu verður til Y-laga form á Snappi þegar búið er að festa bleyjuna og helst hún betur á sínum stað svona. 

- Gott er að skola Snappi reglulega með volgu sápuvatni. Ekki þvo Snappi með taubleyjum í þvottavél. 

- Geymið þar sem börn ná ekki til og gætið þess að barnið hafi ekki tækifæri og getu til að taka Snappi bleyjufestinguna sjálft af bleyjunni, til dæmis ef barnið er ekki með skel/bleyjubuxur yfir og orðið nógu gamalt til að ná bleyjufestingunni af. 

- Fylgist vel með ástandi Snappi og ef farið er að sjá á bleyjufestingunni, til dæmis rifur eða annað sem veikir styrk efnisins, skal hætta notkun á hlutnum. Eins og með aðra smáa hluti, þá getur verið köfnunarhætta fyrir börn ef hluturinn dettur í sundur í minni parta. 

View full details

Eitthvað óljóst?

Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Í
Íris Dröfn Magnúsdóttir

Snappi bleyjufesting

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Í
Íris Dröfn Magnúsdóttir

Snappi bleyjufesting