Preflat úr bómull og bambus terry
Preflat úr bómull og bambus terry
Handgerðar preflat bleyjur frá Evie Reusables. Bleyjurnar eru gerðar úr tveimur lögum af efni, úr bómull og bambus. Mjög mjúkar og rakadrægar, en þó nettar bleyjur. Allar vörur frá Evie Reusables eru vegan.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð. Preflat bleyjur frá Evie Reusables koma í tveimur stærðum:
One-size | 0-18 mánaða
X-large | 2-4 ára
Mælt væng-í-væng er One-size um 50 cm og XL er um 56 cm. Ef þú fílar lengri vængi eða barnið er breitt um mjaðmir/maga, þá mælum við með að taka XL stærðina.
Notkun
☑ Rakadrægt innra lag
☐ Vatnsfráhrindandi ytra lag
Þessi vara er innra lag bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis TPU skel frá Evie Reusables, bleyjubuxum úr ull eða annarri tegund af skel. Ef þörf er á, er þægilegt að bústa preflat bleyjuna með tencel trifold eða öðru nettu innleggi.
Þvottur
Má þvo á allt að 60°C og þurrka á lágri hitastillingu í þurrkara. Vert er þó að taka fram að preflat bleyjur eru umtalsvert fljótari að þorna heldur en flestar aðrar gerðir taubleyja á borð við all-in-one o.þ.h. Þess vegna er lítið mál að þurrka preflat bleyjur á snúru og allt tau endist betur ef þurrkað á snúru.
Efni
Bleyjan er tveggja laga:
Ytra lagið er 95% bómull og 5% spandex til að gefa teygjanleika
Innra lagið er 90% bambus og 10% pólýester og saman myndar það terry efni, sem er ofið efni sem líkist handklæðaefni.
Öll efni eru fengin í Bretlandi og eigandi Evie Reusables kaupir helst frá vefnaðarverslunum í næsta nágrenni við heimili sitt til þess að versla í heimabyggð, styrkja litlar lókal búðir og minnka kolefnisfótspor sem fylgir flutningum.
Framleiðsla
Preflat bleyjurnar frá Evie Reusables eru hannaðar og saumaðar af eigandanum sem býr í Norfolk í Bretlandi.Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!