Blautpoki í miðstærð
Blautpoki í miðstærð
Poki í miðstærð úr PUL efni með tveimur renndum vösum. Mörgum finnast PUL pokar vera nauðsynlegur hluti taubleyjulífstílsins, enda hafa þeir ótal marga notkunarmöguleika. Ef þig langar að prófa PUL poka, þá er miðstærðin mjög góð stærð til að prófa og "stærðin sem öll ættu að eiga".
Stærðir
Miðstærð af pokum frá Eco Mini er 30 cm á breidd og 40 cm á hæð og passa undir um það bil 7 taubleyjur en það fer þó eftir hversu stórar og fyrirferðamiklar bleyjurnar eru.
Notkun
Miðstærðin frá Eco Mini er mjög góð stærð fyrir heilan dag af taubleyjunotkun, til dæmis á ferðinni utan heimilis. Pokinn rúmar um sjö bleyjur (fer eftir stærð bleyja) og þægilegt er að nota pokann þannig að hreinu bleyjurnar eru settar í fremra hólfið og óhreinu bleyjurnar í aftara hólfið. Þannig eru hreinu og óhreinu bleyjurnar aðskildar en ekki þörf á að vera með fleiri en einn poka undir þær. Pokinn er með hanka svo hægt sé að hengja pokann á kerru, snaga eða þar sem hentar.
Blautpokar eru til margs nytsamlegir og tilvalið að nota í stað einnota poka. Blautpokar og -skjóður eru gerð úr PUL efni sem gerir pokana vatnshelda, en það er einmitt sá eiginleiki sem gerir þá að frábærri lausn til að geyma taubleyjur, hvort sem það er heima eða á ferðinni. Þegar fólk kynnist blautpokum verður það oft mjög hrifið af þessari lausn og kýs í framhaldinu að nota blautpoka undir allt mögulegt, til að mynda snyrtivörur, leikskólaföt, sunddót, nesti og fleira og fleira.
Þvottur
Skellið pokanum á röngunni í þvott með bleyjum eða öðrum þvotti. Ekki er mælt með að þvo á hærra hitastigi en 60°. Notið ekki klór eða mýkingarefni. Hengið til þerris, pokinn er mjög fljótur að þorna svo það á að vera óþarft að nota þurrkara. Efnið í pokanum endist betur sé það þurrkað á snúru frekar en í þurrkara.
Efni
Pokinn er úr einföldu lagi af hágæða PUL efni. Þar sem pokinn er úr einu lagi af efni þá er hann fljótur að þorna eftir þvott. Einlitu pokarnir frá Eco Mini eru úr endurunnu PUL efni. PUL stendur fyrir Polyurethane Laminate og er í raun tveggja laga efni, ytra lagið er þunnt lag af pólýester og innra lagið er örþunn polyurethane filma sem býr til vatnsheldnina í efninu.
Varan er laus við skaðleg efni og málma, ásamt því að vera með SGS vottun og uppfyllir öryggisstaðla fyrir Evrópusambandssvæðið.
Framleiðsla
Vörurnar frá Eco Mini eru framleiddar á ábyrgan hátt í Kína. Eco Mini starfar einungis með framleiðendum sem starfa samkvæmt stöðlum frá Fair Labor Association Workplace Code of Conduct og í samræmi við vinnumarkaðslög. Í þessu felst meðal annars að passað er upp á vinnutíma starfsfólks, að umhverfi og vinnustaður sé öruggur og að sanngjörn laun séu greidd.
Eco Mini vinnur með fleiri en einum framleiðanda til að tryggja bestu gæði í efnum og vinnslu. Fyrirtækið notar ekki einnota plastumbúðir.
Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!