Bambus-terry prefold nýburastærð
Bambus-terry prefold nýburastærð
Mjúkt og rakadrægt prefold úr bambus-terry efni í nýburastærð. Þrjú lög af efni eru í miðjuhlutanum og tvö lög í hliðunum. Einföld og hagkvæm lausn fyrir taubleyjur á nýbura. Hægt að nota vel og lengi á annan hátt eftir að barnið stækkar upp úr nýburastærð.
Stærðir
Innleggið kemur í einni stærð og er ca 28 cm að lengd og 32 cm á breidd.
Notkun
☑ Rakadrægt innra lag
☐ Vatnsfráhrindandi ytra lag
Þessi vara er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis bleyjubuxur úr ull eða önnur tegund af skel.
Prefold er sérlega þægileg leið til að nota taubleyjur á nýbura, ýmist er hægt að nota það í newspaper fold utan um barnið og festa með bleyjufestingu eins og Snappi og einnig er hægt að brjóta það í pad fold og leggja inn í skel og nota eins og innlegg í AI2 bleyju. Þegar barnið stækkar upp úr nýburastærðinni er hægt að nota prefoldið áfram til að mynda í pad fold sem svipar þá til lítils trifold innleggs. Þegar prefoldið er brotið á þann hátt fást alls 7 lög af rakadrægu bambus-terry og þar sem prefoldið er í nýburastærð þá verður lengdin á því í styttri kantinum fyrir stærra barn og því tilvalið til að bústa rakadrægni þar sem hennar er mest þörf fyrir hvert og eitt barn. Við erum ofboðslega hrifin af mjúkum efnum í innleggjum, til að bleyjurnar séu mjúkar og hafi ekki áhrif á hreyfigetu barnsins. Prefoldið er þannig hægt að nota eftir nýburatímabilið og yfirleitt út bleyjutímabil barnsins, til dæmis sem innlegg eða búster í hvers kyns stærri bleyjur, til að mynda AI2 bleyjur, vasableyjur, flat, preflat og fitted bleyjur. Einnig er hægt að nota prefoldið sem bossaþurrkur síðar meir.
Þvottur
Mælt er með stuttu köldu skoli eða forþvotti og síðan löngum aðalþvotti á 40-60°. Notið ekki klór eða mýkingarefni. Þurrkið á snúru eða á lágum hita í þurrkara.
Efni
Innleggið er úr 100% bambus sem ofið er í terry efni, sem er lykkjóttur vefnaður svipað og handklæði, nema bambus-terry er yfirleitt talsvert mýkri en bómullar-terry.
Varan er laus við skaðleg efni og málma, ásamt því að vera með SGS vottun og uppfyllir öryggisstaðla fyrir Evrópusambandssvæðið.
Framleiðsla
Vörurnar frá Eco Mini eru framleiddar á ábyrgan hátt í Kína. Eco Mini starfar einungis með framleiðendum sem starfa samkvæmt stöðlum frá Fair Labor Association Workplace Code of Conduct og í samræmi við vinnumarkaðslög. Í þessu felst meðal annars að passað er upp á vinnutíma starfsfólks, að umhverfi og vinnustaður sé öruggur og að sanngjörn laun séu greidd.
Eco Mini vinnur með fleiri en einum framleiðanda til að tryggja bestu gæði í efnum og vinnslu. Fyrirtækið notar ekki einnota plastumbúðir.
Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!