Nýbura preflat bleyja úr tencel og bómull
Nýbura preflat bleyja úr tencel og bómull
Handgerðar preflat bleyjur úr tveimur lögum af mjúku tencel efni og einu lagi af lífrænni bómull. Þessar fallegu preflat bleyjur frá WeeKing eru mjög þunnar en rakadrægar og sérlega mjúkar fyrir viðkvæma húð barnsins.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
Stærð 1 | upp að 6 kg
Notkun
☑ Rakadrægt innra lag
☐ Vatnsfráhrindandi ytra lag
Þessi vara er innra lag bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis bleyjubuxum úr ull eða annarri tegund af skel.
Frábær nett bleyja sem hentar vel á daginn og auðvelt að bústa til að nota yfir langan lúr eða nótt.
Þvottur
Má þvo á 40-60° og þurrka á lágum hita í þurrkara en þó best að þurrka á snúru. Vert er að taka fram að preflat bleyjur eru mjög fljótar að þorna og þess vegna er lítið mál að þurrka hana á snúru.
Efni
Bleyjan er úr saumuð úr þremur lögum af efni. Ysta lagið er fallega mynstrað bómullarefni (95% lífræn bómull og 5% elastan) og að innan er bleyjan með tvö lög af Tencel efni.
Tencel andar vel og hefur þá eiginleika að vera hálf-stay-dry. Þetta þýðir að barnið finnur síður fyrir vætunni en samt eru ekki notuð nein gerviefni til að ná fram þessum eiginleika.
Efni sem notuð eru í þessa vöru eru vottuð af Global Organic Textile Standard (GOTS).
Framleiðsla
Stofnandi WeeKing framleiðir allar sínar handverksbleyjur sjálf en hún er staðsett í Eistlandi.
Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!