Fitted bleyja úr tencel og lífrænni bómull
Fitted bleyja úr tencel og lífrænni bómull
Handgerðar fitted bleyjur úr mjúku tencel efni og lífrænni bómull. Bleyjan er einstök þar sem hún er með smellum úr málmi í stað hefðbundinna plastsmella og er því alveg plastlaus, sem er ekki algengt í bleyjuheiminum í dag. Annað atriði sem sker þessa bleyju frá öðrum er að teygjurnar við lærin eru stillanlegar og því er leikur einn að stilla bleyjuna nákvæmlega eins og hentar þínu barni best!
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
Stærð 1 | upp að 6 kg
Stærð 2 | upp að 12 kg
Stærð 3 | upp að 15 kg
Notkun
☑ Rakadrægt innra lag
☐ Vatnsfráhrindandi ytra lag
Þessi vara er innra lag bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis bleyjubuxur úr ull eða önnur tegund af skel.
Þvottur
Má þvo á 40-60° og best að þurrka á snúru. Vert er að taka fram að fitted bleyjur eru oft lengi að þorna en þessi fitted bleyja er úr þunnu fljótþornandi efni og með trifold í vasa sem þýðir að hún er umtalsvert fljótari að þorna heldur en flestar aðrar gerðir fitted bleyja. Þess vegna er lítið mál að þurrka hana á snúru.
Efni
Bleyjan er úr saumuð úr þremur lögum af efni. Ysta lagið er fallega mynstrað bómullarefni (95% lífræn bómull og 5% elastan) og að innan er bleyjan með tvö lög af Tencel efni. Framan á bleyjunni er vasi og með bleyjunni fylgir trifold úr tvöföldu Tencel efni sem tilvalið er að nota til að bústa fyrir lengri samfellda notkun.
Tencel andar vel og hefur þá eiginleika að vera hálf-stay-dry. Þetta þýðir að barnið finnur síður fyrir vætunni en samt eru ekki notuð nein gerviefni til að ná fram þessum eiginleika.
Efni sem notuð eru í þessa vöru eru vottuð af Global Organic Textile Standard (GOTS).
Framleiðsla
Stofnandi WeeKing framleiðir allar sínar handverksbleyjur sjálf en hún er staðsett í Eistlandi.
Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!