Flokkur: Tencel
Tencel er ástralskt vörumerki sem framleiðir bæði lyocell og modal efni. Bæði þessi efni eru það sem við köllum hálfmanngerð. Í því felst að efnin eru gerð úr náttúrulegum hráefnum en eru meira unnin en þegar við tölum um náttúruleg textílefni.
Í tilfelli Tencel efna er um að ræða náttúrulegt hráefni frá eucalyptus trjám, þar sem sjálfbærir skógar eru nýttir og oft er verið að nýta hliðarafurðir og afskurði sem annars myndi fara til spillis. Hráefnið er síðan meðhöndlað á tæknilegan hátt þannig að hægt er að stýra hvernig trefjarnar í efninu verða. Þannig er hægt að ná fram ákveðnum eiginleikum í efninu, til dæmis mýkt, teygjanleika, styrk o.fl. Trefjar sem þessar eru einnig þekktar sem sellulósatrefjar.
Mikilvægt er að nefna að vinnsluferli þessara efni er í lokaðri hringrás. Í því felst að efni og vatn eru notuð aftur og aftur en ekki hent eftir eina framleiðslulotu. Þetta hefur þau áhrif að umhverfisfótspor þessara textílefna minnkar til muna, en sem dæmi er bómullarræktun mjög vatnsfrek og oft er mikið af eiturefnum notuð á bómullarakra, ef ekki er um að ræða lífræna ræktun.
Að lokum má minnast á að hálfmanngerð efni úr náttúrulegum hráefnum eru niðurbrjótanleg í náttúrunni, ólíkt manngerðum gerviefnum. Þess vegna er talað um að sum hálfmanngerð efni séu í mörgum tilfellum einn umhverfisvænasti kostur sem völ er á í textíliðnaðinum í dag.