Collection: Næturbleyjur

Til eru ýmsar útfærslur á næturbleyjum og tveggja hluta bleyjur gera okkur kleift að prófa okkur áfram með mismunandi samsetningar. Yfir næturbleyjur erum við mjög hrifin af að nota bleyjubuxur úr ull enda býður ullin upp á frábæra öndun og temprar hitastig þannig að barninu verður hvorki heitt né kalt. Skeljar úr PUL eða TPU efnum geta líka verið mjög fínar yfir næturbleyjur og er þá gott að hafa í huga að velja rúmgóðar skeljar úr léttu og teygjanlegu efni. 

Innri hluti næturbleyjunnar þarf að vera rakadrægur án þess þó að verða of fyrirferðarmikill. Margt fólk kýs að nota fitted bleyjur, enda einföld og þægileg lausn. Preflat og flat bleyjur eru að aukast í vinsældum þegar kemur að næturbleyjum, en yfirleitt þarf að bústa þær bleyjur fyrir nóttina en það getur verið gaman að prófa sig áfram með mismunandi bústera. 

Fyrir frekari upplýsingar um næturbleyjur smellið hér

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!