Collection: Fitted + skel

Fitted bleyjur eru vinsæll kostur sem næturbleyjur enda búa þær jafnan yfir mikilli rakadrægni. Ekki skemmir fyrir að tiltölulega auðvelt er að skipta um fitted bleyju sem getur verið ósköp þægilegt þegar þörf er á að skipta um bleyjur að næturlagi. Fitted bleyjur eru yfirleitt gerðar úr nokkrum lögum af efni, ólíkt flat og preflat bleyjum, og eru þar af leiðandi lengur að þorna en þær síðarnefndu. Þegar fitted bleyjur eru notaðar sem næturbleyjur má gera ráð fyrir að þær séu aðeins fyrirferðameiri en nettari bleyjur sem notaðar eru á daginn. Því er gott ráð að eiga rúmgóðar skeljar eða bleyjubuxur til að passa vel yfir næturbleyjuna. Ef nota á bleyjubuxur yfir næturbleyju, mælum við frekar með að leita í stærri stærð heldur en minni.

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!