Skip to product information
1 of 7

Linen Tales

Svunta

Svunta

Regular price 5.900 ISK
Regular price 5.900 ISK Sale price 5.900 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Fátt er jafn skemmtilegt eins og að brasa með litla hjálparkokkinum sínum í eldhúsinu. Eigin svunta getur gefið hjálparkokkinum aukið sjálfstraust til þátttöku í eldhúsinu.

Svuntan er í Pinafore sniði og þarf ekki að binda, heldur er auðvelt fyrir barnið að klæða sig sjálft í hana. Svuntan er úr 100% náttúrulegu hörefni með þéttleika 215 g/m2 og er efnið steinþvegið fyrir aukna mýkt. 

Svunturnar eru í stærð sem hentar ca 3-4 ára börnum, en mikilvægt að hafa í huga að börn eru auðvitað misstór. Lengd svuntunnar er 39 cm og breidd 64 cm. 

Svunturnar eru búnar til af handverksfólki í Litháen og gerðar á sjálfbæran hátt. 
Hörefni er tilvalið efni í barnavörur, enda náttúrulegt efni, eiturefnalaust, mjúkt og er ekki þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum. Enn fremur er auðvelt að þrífa hör. 

Eitthvað það besta veganesti sem við getum gefið börnunum okkar er að fá þau með í dagleg verkefni lífsins, kenna þeim hvernig eigi að bera sig að og hver réttu verkfærin eru. Það getur verið valdeflandi fyrir barnið að eiga sinn eigin útbúnað sem hæfir þeirra þroska og styður við metnað þeirra við að leggja sig fram við verkefnin hverju sinni. 

 

Notkun

Flíkur úr hör henta vel bæði hversdagslega og við fínni tilefni.

Stærðir

Kvensnið
Stærð . . . . S - M - L - XL
Bringa . . . 87 - 92 - 98 - 104
Mitti. . . . . 70 - 75 - 81 - 86
Mjaðmir. . 95 - 100- 106 - 112

Karlasnið
Stærð . . . . S - M - L - XL - XXL
Bringa . . . 94 - 100 - 106 - 113 - 120
Mitti. . . . . 82 - 87 - 93 - 100 - 108
Mjaðmir. . 93 - 99 - 104 - 111 - 118


Leiðbeiningar:
Bringa: Mælið kringum stærsta hluta bringu.
Mitti: Mælið kringum smæsta hluta mittis.
Mjaðmir: Mælið kringum stærsta hluta mjaðma.

Efni

100% hör.
Hör er mjög endingargott efni í tau og flíkin verður bara fallegri og mýkri með meiri notkun. Hör er þekkt sem eitt sterkasta og harðgerðasta náttúrulega hráefni í heimi.

Efni og efni er ekki alltaf það sama. Þau geta verið úr sömu hráefnum en samt verið mjög ólík, enda eru þau ofin á mismunandi hátt og þræðirnir misfínir/grófir. Almennt er þykkt efnis gefin til kynna með að vigta einn fermetra af efninu, á ensku skammstafað GSM (grams per square meter).

Fyrir hör er eftirfarandi til viðmiðunar:
0-50 = mjög þunnt
50-150 = létt efni (skyrtur, blússur, kjólar)
150-300 = miðlungs þéttleiki (buxur, jakkar, pils)
300+ = handklæði, strigi, bólstrunarefni.

Þvottur

Má þvo í vél á lágum hita, helst ekki hærra en á 40°C, og hengið til þerris. Má setja í þurrkara á lágan hita en gott að taka út og hengja upp á meðan flíkin er enn rök. Þvoið á röngunni með öðru taui í svipuðum lit og gjarnan með öðrum hörflíkum. Einstaka sinnum er í lagi að þvo á 60° ef nauðsynlegt en hafa skal í huga að efnið getur skroppið við þvott á háum hita. Gera má ráð fyrir að flíkin geti minnkað um allt að 3% við fyrstu þvotta. Efnið í flíkinni er forþvegið til að draga úr minnkun hennar í þvotti. Þá er efnið steinþvegið til að hámarka mýkt efnisins. Efnið mun síðan mýkjast enn meira með hverri notkun og þvotti.

Notið milt og umhverfisvænt þvottaefni. Notið ekki mýkingarefni, klór eða önnur bleikiefni.

Ef um er að ræða mjög þunnt hörefni, er yfirleitt best að handþvo flíkina.

Ábyrg framleiðsla

Vottanir:
European FLAX® staðallinn
OEKO-TEX® 100 staðallinn

Vörur Linen Tales eru hannaðar og framleiddar í Litháen þar sem rík hefð er fyrir efni og vörum úr hör. Vörurnar eru handunnar af handverksfólki sem fær sanngjarna þóknun fyrir sín störf.

Smellið hér til að lesa meira um val á efnum. View full details

Umbreytum textíliðnaði

Veljum vörur frá fyrirtækjum þar sem raunveruleg meðvitund ríkir um val á efnum og framleiðsluferlum.

  • Þægindi og mýkt

  • Vönduð snið

  • Hversdagslegt eða fínt