Smellulaus heilgalli úr bómull
Smellulaus heilgalli úr bómull
Dásamlega mjúkir heilgallar frá franska merkinu Enfants du Maquis.
Þægilegt að klæða barnið þar sem engar smellur eru á gallanum.
Vörurnar frá Enfants du Maquis eru hannaðar í samstarfi við barnalækna, sjúkraþjálfara og ljósmæður. Markmiðið er að bjóða upp á fatnað með hreyfifærni barna í huga og áhersla lögð á að föt eigi aldrei að draga úr hreyfigetu barna.
Notkun
Notkun
Engar litlar smellur, hnappar eða rennilásar. Ekkert mál að klæða barnið!
Svona einfalt í notkun:
- við klæðum efri búk í gallann eins og bol
- við leggjum barnið niður og smeygjum fótunum í skálmarnar og teygjunni yfir bossann
Gerist ekki þægilegra!
Stærðir
Stærðir
Gallarnir eru hannaðir til að vera rúmgóðir og leyfa þannig barninu að hámarka hreyfigetu sína.
Ef þú ert í vafa, þá mælum við með að taka frekar stærri stærð en minni.
Efni
Efni
Dásamlega mjúkt og teygjanlegt efni sem andar vel.
Gert úr Oeko-Tex vottuðum hráefnum:
92% bómull
8% elastane
Þvottur
Þvottur
Má þvo í vél á lágum hita, hæst á 40°C, og hengið til þerris en sleppið þurrkara. Þvoið á röngunni með öðru taui í svipuðum lit. Flíkin getur minnkað ögn í fyrsta þvotti en tekið er tillit til þess í leiðbeiningum um val á stærð. Notið milt og umhverfisvænt þvottaefni.
Ábyrg framleiðsla
Ábyrg framleiðsla
Enfants du Marquis býður upp á úrval sjáfbærs fatnaðar sem drifin eru áfram með heiðarleika að leiðarljósi:
- Framleitt í heimabyggð í Frakklandi þar sem vinna fer fram á siðferðislega réttan hátt og í sátt við samfélag og náttúru.
- Efni valin sem hafa lítil umhverfisáhrif, til að mynda bambus sem vex hratt án efnaáburðar eða skordýraeiturs.
- Hannað til að passa barninu lengur og þannig draga úr ofneyslu á barnafatnaði.
- Dregið úr umbúðum eins og hægt er.
- Endurnýting á afskurði textílefna.
Efni
Ræktun og framleiðsla á textíl er af ýmsum toga og hefur mismikil umhverfisáhrif.
Manngerð gerviefni eru langalgengasta efnið sem notað er í nýjan fatnað í heiminum í dag. Gerviefni eru mörg gerð úr plastefnum sem losa örplast við þvott og brotna hægt eða ekki niður náttúrunni.
Náttúruleg efni eru til að mynda bómull, lín/hör, hampur og bambus. Ræktun og vinnsla þessara efna hefur líka áhrif á umhverfið, til dæmis með tilliti til vatnsnotkunar og notkunar á ólífrænum efnum eins og skordýraeitri. Þessi efni brotna að jafnaði auðveldlega niður í náttúrunni.
Einnig eru til efni sem eru hálfmanngerð en búin til úr náttúrulegum hráefnum. Þau eru unnin á ákveðinn hátt til að þau fái ákjósanlega eiginleika eins og teygjanleika, mýkt, styrk, vatnsheldni. Oft eru þessi efni unnin í hringrásarframleiðsluferlum sem tryggir yfirburða góða nýtingu vatns og efna. Með þessum hætti verða umhverfisáhrif vinnslunar í lágmarki og geta verið minni en við hefðbundna vinnslu á náttúrulegum efnum. Þar sem þessi hálfmangerðu efni eru úr náttúrulegum hráefnum, þá brotna þau auðveldlega niður í náttúrunni.
-
Engar smellur og auðveld bleyjuskipti
-
Hannað fyrir óhefta hreyfigetu
-
Kynhlutlaus hönnun og litir
Umbreytum textíliðnaði
Veljum vörur frá fyrirtækjum þar sem raunveruleg meðvitund ríkir um val á efnum og framleiðsluferlum.