Bómull er náttúrulegt efni sem hefur góða endingu, mýkt og teygjanleika sé það ofið á teygjanlegan hátt. Bómull er rakadrægt efni og hetnar því vel í taubleyjur.
Ræktun og vinnsla á bómull getur haft mikil áhrif á umhverfið, til dæmis vegna vatnsnotkunar og efnanotkunar. Þess vegna er lífræn bómull ávallt besta valið og gott að hafa í huga hvort efnin séu vottuð af Oeko-Tex og/eða GOTS stöðlunum.