Collection: Evie Reusables

Evie Reusables er rekið af ungri móður í Norfolk í Bretlandi. Hún saumar preflat bleyjur, renninga og aðrar vörur sjálf, en skeljarnar og PUL skjóður eru framleiddar fyrir hana af fjölskyldufyrirtæki í Kína. Lífstíll Evie Reusables fjölskyldunnar er vegan og eru því allar vörurnar frá merkinu einnig vegan. Mikil áhersla er lögð á að versla úr heimabyggð þegar kostur er á og einnig að nota efni sem annars myndi fara til spillis.

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!