Collection: Gerviefni

Manngerð efni eru til margs nytsamleg en þó kýs margt fólk að hafa ekki gerviefni næst húð barns síns. Undanfarin misseri hefur mikil áhersla verið lögð á náttúruleg efni í barnafatnaði og því eðlilegt að líta sömu augum á bleyjur. Einnota bleyjur eru með hátt hlutfall gerviefna og einnig kemískra efna. Margnota bleyjur eru ýmist gerðar úr náttúrulegum efnum, gerviefnum eða bæði. 

Gerviefni eru oft ofin með náttúrulegum þráðum í textílefni og er hlutverk gerviefnanna að bæta við tilteknum eiginleikum í efnið, til að mynda teygjanleika, styrk og endingu. Þetta á við um mörg þeirra náttúrulegu efna sem notuð eru í bleyjurnar hjá Tau, en þar er hlutfall gerviefna yfirleitt undir 5-10%. Til þess að sýna í þessum flokk þær vörur sem eru að sumu/mestu leyti úr gerviefnum, þá sleppum við að telja upp þær vörur sem hafa hlutfall gerviefna undir 15%. Hins vegar getur þú ávallt séð nákvæma lýsingu á efnum hverrar vöru í vörulýsingu. 

Vantar þig frekari upplýsingar?

Endilega kíktu á einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar sem við höfum sett saman um flest sem við kemur taui!