Ull

Ull er náttúrulegt efni sem fylgt hefur manninum um langa tíð. Mikilvægt er að hugsa vel um ullina, enda er verið að nýta feld af lifandi veru og það ber að virða með góðri umönnun og nýtingu. Ef ullin er meðhöndluð á viðeigandi hátt getur hún enst mjög lengi. Enn fremur ber okkur að skoða upplýsingar um þá ull sem við kaupum til að tryggja að ullin sé fengin með velferð dýrsins að leiðarljósi. Öll ull sem Tau selur er fengin af dýrinu á eins mildan hátt og kostur er og er ávallt laus við aðferðir á borð við mulesing. 

Ull hentar dásamlega vel í ytri hluta taubleyja en hún er þeim eiginleikum gædd að geta dregið í sig raka um allt að 30% af eigin þyngd. Ullin er ekki vatnsheld sem slík en vegna lanólíns verður hún vatnsfráhrindandi. Lanólín er vaxkennt efni sem þekur ullarþræðina og hrindir frá sér vatni þannig að ullin virkar eins á bossa barnsins eins og ullarkápan ver kindina fyrir veðrum og vindum. 

Notkun ullarbleyja dregur mikið úr umfangi þvotts - ótrúlegt en satt! Smellið hér til að lesa nánar um ullarþvott. 

Back to blog