Náttúruleg efni og manngerð efni

Ræktun og framleiðsla á textíl er af ýmsum toga og hefur mismikil umhverfisáhrif.

Manngerð gerviefni eru langalgengasta efnið sem notað er í nýjan fatnað í heiminum í dag. Gerviefni eru mörg gerð úr plastefnum sem losa örplast við þvott og brotna hægt eða ekki niður náttúrunni.

Náttúruleg efni eru til að mynda bómull, lín/hör, hampur og bambus. Ræktun og vinnsla þessara efna hefur líka áhrif á umhverfið, til dæmis með tilliti til vatnsnotkunar og notkunar á ólífrænum efnum eins og skordýraeitri. Þessi efni brotna að jafnaði auðveldlega niður í náttúrunni.

Einnig eru til efni sem eru hálfmanngerð en búin til úr náttúrulegum hráefnum. Þau eru unnin á ákveðinn hátt til að þau fái ákjósanlega eiginleika eins og teygjanleika, mýkt, styrk, vatnsheldni. Oft eru þessi efni unnin í hringrásarframleiðsluferlum sem tryggir yfirburða góða nýtingu vatns og efna. Með þessum hætti verða umhverfisáhrif vinnslunar í lágmarki og geta verið minni en við hefðbundna vinnslu á náttúrulegum efnum. Þar sem þessi hálfmangerðu efni eru úr náttúrulegum hráefnum, þá brotna þau auðveldlega niður í náttúrunni.

Back to blog