Hampur

Hampur er lífrænt hráefni sem hentar vel í textílgerð. Ræktun og vinnsla á hampi krefst mun minna vatnsmagns en sambærileg ræktun á bómull, ásamt því að ræktun á hampi gefur af sér meiri afurð miðað við ræktað magn af plöntunni. 

Hampur er mjög rakadrægur og heldur vökva vel. Hann er þó lengur að draga í sig vökva en til dæmis bómull. Hampur getur verið svolítið stífur og er því oft blandað við bómull í blandað efni. 

Back to blog

Hampur

Sérlega rakadrægt efni og hentar vel í taubleyjur