Liner úr ull
Liner úr ull
Liner úr tvöfaldri merino ull sem nota má í tvennum tilgangi, sem auka lekavörn eða sem rakadrægt innlegg.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Woolberry Naturalnie og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum.
Notkun
Ullarliner frá Woolberry Naturalnie býður upp á tvenns konar notkun.
Annars vegar hentar mjög vel að setja linerinn í lanólínbað og leggja þá linerinn inn í ullarskelina til að auka enn frekar á vatnsfráhrindandi eiginleika hennar. Þessi aðferð eykur enn frekar við tímann sem getur liðið á milli þess sem leggja þarf ullarskelina í lanólínbað.
Hins vegar er hægt að nota linerinn sem auka rakadrægni, eins og um innlegg sé að ræða. Sumt fólk kýs að setja ull næst húð barnsins til þess að gefa hálfgerða stay-dry tilfinningu án þess að nota gerviefni. Í þeim tilfellum er linerinn ekki settur í lanólínbað.
Þvottur
Handþvoið og notið milda sápu sem ætluð er til ullarþvotts.
Ekki þarf að þvo ullina þó svo að þvag berist í hana, á milli bleyjuskipta er nóg er að leggja ullina þannig að það lofti vel um hana og þá gufar rakinn upp.
Þegar ullin er farin að halda síður vökva eða kúkur fer í hana, þá þarf að þvo hana. Ef lítill blettur fer í ullina er í góðu lagi að blettaþvo.
Eftir að ullin er þvegin og ætlunin er að nota liner fyrir auka vatnsheldni þarf að leggja hann í lanólín. Ferlið er mun einfaldara og fljótlegra en mætti halda, en það tekur um 15 mínútur auk biðtíma. Aðeins þarf að leggja ullina í lanólín á um það bil 2-4 vikna fresti þegar ullin er komin í virka notkun, en gæti þurft að gera það oftar í byrjun. Hér eru frekari upplýsingar um lanólín og ullarþvott.
Efni
100% ull
Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Framleiðsla
Stofnandi Woolberry Naturalnie hannar og framleiðir allar sínar vörur sjálf en hún er staðsett í Póllandi. Hún gætir þess að kaupa vönduð efni sem koma frá traustum framleiðendum.
Eitthvað óljóst?
Smellið hér fyrir einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um ýmislegt tengt taubleyjum eins og þvott, efni og allt þetta lingó og skammstafanir!